þriðjudagur, janúar 08, 2008

stuð hjá ömmu

Hversdagsleikinn skollinn á og allt að komast í rútínu.
Ég er byrjuð að vinna á leikskóla og líst bara voða vel á mig. Það var ótrúlega skrítið fyrst að fara frá Arnóri en þetta venst smá saman.
Georg er búinn að vera í skólanum í þessari viku og Arnór er búinn að vera í góðu yfirlæti með ömmu sinni. Get ekki neitað því að ég er búin að vera "pínulítið" stressuð yfir því að hvorugt okkar er nálægt, en það hefur bara gengið vel og hann hefur bara gott af því að vera með öðrum en okkur. Jæja nenni ekki meir ætla í sturtu og í háttinn....alveg svakalega þreytt ;)

1 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

knús til Arnórs Breka frá okkur, Örnólfur er spenntur að hitta hann í mars og tuska hann aðeins til hehe:)

17:06

 

Skrifa ummæli

<< Home