mánudagur, mars 26, 2007

ljúfa líf

Já, er búin að vera í fríi í tvær vikur og ekkert leiðst ennþá :) Það á meira að segja að vera 14 stiga hiti og sól út vikuna þannig að ég verð úti í sólbaði að safna freknum og lesa.
Annars reyni ég að fara í langa göngu/hjólatúra á hverjum degi, eru reyndar farnir að styttast aðeins því ég þarf að pissa á a.m.k klukkutíma fresti og verð því að vera nálægt klósetti, skemmtilegt. Svo er ég líka í meðgöngujóga/hvalaleikfimi einu sinni í viku með Jóhönnu. Það er mjög fínt og oft líka fyndið, eigum oft erfitt með að taka þetta alvarlega sérstaklega hugleiðsluna með rollujarm og baul í bakgrunninum......

Ætluðum á tónleika í gær, Arcade Fire sem var aflýst því að söngvarinn er víst búinn að missa röddina, þannig að við fórum í fýluferð. Frekar leiðinlegt því það er svo langt síðan við höfum farið á tónleika og við misstum af miðum á Bonnie Prince Billy sem okkur langaði ótrúlega mikið á.

Jább, annars mest lítið að frétta. Ég verð feitari og feitari og þyngri og þyngri á mér og hlakka mikið til að verða í eðlilegum hlutföllum aftur. Nú eru bara 4-8 vikur eftir (6 vikur í settan dag) en er að reyna að vera bjartsýn og vona að ég sé eins og mamma og systir mín sem hafa aldrei gengið fullar 40 vikur :) erum búin að setja bumbumyndir inn á myndasíðuna.

Fékk líka þessa snilldargjöf frá vinkonum mínum í afmælisgjöf þannig að mér leiðist nú örugglega ekki.......dansmotta þannig að ég get æft mig að dansa með bumbuna út í loftið.

5 Kveðjur:

Anonymous Nafnlaus kvað...

Rosa flottar bumbumyndir - eg er farin ad hlakka ansi mikid til ad fa myndir svo af sjalfu krilinu... :)


Njottu timans, luuuuv, erla

18:56

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

Langaði að óska ykkur góðs gengis með síðustu metrana. Vertu nú dugleg að hvíla þig fyrir stóru stundina því svo er ekkert meira lúllerí, ekki fyrr en barnið fer að hafa vit á sjónvarpi :) Já og til hamingju með afmælið Sólveig mín.

22:20

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

vá .. mig hefur lengi langað í svona dansmottu...heppin þú/þið....annars var ég að frétta af gleði núna á laugardag.... spurning um einn stóran dinner???

16:02

 
Anonymous Nafnlaus kvað...

Hehe....ég var ekki alveg að skilja hvað hún Ásta hafði keypt handa þér, en þetta er SNILLD ég myndi setja þetta á óskalistann minn ef ég ætti PS2 tölvu:) Örugglega bara fyndið að sjá ykkur bumbulínurnar í þessu!!! býr nokkur fyrir neðan þig? hvalahopp eru víst ekki á vinsældarlistum neðrihæðaríbúa, sérstaklega ekki hér á Lindargötunni, örugglega að klikkaði gólfnæturhopparinn hafi fjárfest í svona til að forða mér frá góðum nætursvefni!!!
En jæja skattframtalið mitt loks komið á endastöð, aðeins 72 mínútum of seint...vona að skattmann segi ekkert við því og gefi mér FULLT af peningum í ágúst! En ég ætla að nýta mars kvótann minn fljótlega, helst á morgunn og hringi í klukkutíma....og nöldra...vertu viðbúin...ávallt viðbúin...LATER..xxx

01:33

 
Blogger Unknown kvað...

christian louboutin shoes
hermes belt
true religion outlet store
ugg boots on sale 70% off
nike shoes
saics running shoes
ralph lauren uk
coach outlet
michael kors outlet
ralph lauren uk

00:57

 

Skrifa ummæli

<< Home